Álfabikarinn Keeper

kr.5.500

Álfabikarinn er hannaður af konum fyrir konur. Stilkurinn niður úr honum er ætlaður til að auðvelda að hafa tak á bikarnum við innsetningu og þegar hann er tekinn út. En sumum konum hentar betur að stytta stilkinn og gera það eftir þörfum. Þegar Álfabikarnum er komið fyrir er mikilvægt að hendur séu ávallt hreinar.
Gott er að halda honum undir heitu vatni um stund, það bæði velgir hann og mýkir svo að innsetning verður auðveldari.

Clear
SKU: N/A Category: Tag:

Description

ATH! Beðið er eftir nýrri sendingu, pantanir verða senda um leið og hún berst.

Álfabikarinn er líkamsvænn, náttúruvænn og það spillir ekki að hann er líka budduvænn

Álfabikarinn er margnota bikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr náttúrulegu gúmmíi (latex) sem tappað er af trjám sem lifa lengi og gefa af sér.
Álfabikarinn er bjöllulaga, um 5 cm á lengd og tekur um 30ml. Meðalkona missir um 80-100ml við hverjar blæðingar.

Álfabikarinn er auðveldur í notkun. Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis við alla meðhöndlun bikarsins og vera með hreinar hendur þegar hann er handfjatlaður og þegar hann er settur inn í leggöngin. Honum er komið fyrir neðarlega í leggöngum meðan á tíðum stendur og þarf að tæma á 4-12 tíma fresti, en það er þó nokkuð misjafnt eftir því hvað blæðingarnar eru miklar.
Notkun hans að næturlagi er örugg og ekki þarf að fjarlægja hann við þvaglát eða losun hægða.

Álfabikarinn hentar ekki síst þeim sem eru á ferð og flugi. Hægt er að stunda bæði sund og aðrar íþróttir, klífa fjöll og firnindi svo að eitthvað sé nefnt.

Ef þú ert viðkvæm fyrir gúmmíi eða með latexofnæmi er Álfabikarinn úr gúmmíi e.t.v. ekki fyrir þig. Þá getur Mánabikarinn MoonCup sem framleiddur er úr latexfríu læknastöðluðu silíkoni hentað þér betur. Hann hefur alla kosti hins fyrrnefnda. Hafðu samráð við lækni ef þú hefur grun um að þú sért með ofnæmi.

Notkun:

Álfabikarinn er hannaður af konum fyrir konur. Stilkurinn niður úr honum er ætlaður til að auðvelda að hafa tak á bikarnum við innsetningu og þegar hann er tekinn út. En sumum konum hentar betur að stytta stilkinn og gera það eftir þörfum. Þegar Álfabikarnum er komið fyrir er mikilvægt að hendur séu ávallt hreinar.

Gott er að halda honum undir heitu vatni um stund, það bæði velgir hann og mýkir svo að innsetning verður auðveldari.
Því næst er hann brotinn saman eftir endilöngu og efsta brúnin sett upp í leggöngin, þar er takinu sleppt og þá opnast hann. Mjög mikilvægt er að hann opnist fullkomlega því annars getur lekið meðfram honum.
Síðan er honum ýtt rólega upp og gott er að snúa honum einn hring um leið til að tryggja að hann sitji sem best.
Þegar búið er að koma Álfabikarnum fyrir situr hann mjög neðarlega, eða aðeins 1-1 ½ cm frá opi legganganna. Hins vegar getur hann færst aðeins upp á við, við hreyfingu og er það alveg eðlilegt.
Þegar hann er tæmdur er tekið um neðsta hluta hans með tveimur fingrum, eða um stilkinn ef hann hefur ekki verið fjarlægður. Gott er að nota léttan þrýsting frá kviðvöðvunum um leið. Hversu oft þarf að tæma hann fer eftir magni blæðinga en miðað er við að þess þurfi á 4-12 tíma fresti.

Þrif:

Til að þrífa Álfabikarinn má nota vatn, eða vatn og milda sápu en ekki má sjóða hann þar sem hann gæti eyðilagst við suðu.
Til að sótthreinsa hann má nota edikslausn: 1 hluti af borðediki á móti 9 hlutum af vatni, látið hann liggja í mest 3 mínútur og skolið síðan vel í hreinu vatni. Þetta bæði sótthreinsar og tekur lykt ef einhver er. Athugið að það má ekki nota önnur sótthreinsandi efni.
Við lok blæðinga er Álfabikarinn þveginn mjög vel, þurrkaður og síðan geymdur í litlum bómullarpoka sem fylgir honum.

Stærð: A (eftir leggangafæðingu) B (fyrir fæðingu og eftir keisarafæðingar)

Additional information

Stærð

A, B

Reviews

There are no reviews yet.

Be the first to review “Álfabikarinn Keeper”

Your email address will not be published. Required fields are marked *