Description
Cheeky Mama taubinda byrjendapakkinn er sniðugur fyrir þær eru að byrja að nota taubindi og þurfa að eignast nokkur bindi í einu.
Byrjendapakkinn inniheldur:
- 1 Cheeky Mama lítið taubindi – 22cm x 7 cm
- 3 Cheeky Mama dagbindi- 24cm x 7cm
- 1 Cheeky Mama næturbindi/úthreinsunarbindi – 28cm x 7cm
- Small tvöfaldur blautpoki
Skoðið endilega að bæta við auka bindum, margnota blautþurrkum og boxi fyrir til að leggja óhrein bindi í bleyti.
Þvottaleiðbeiningar:
Þvoið bindin fyrir notkun.
Skol í köldu vatni fyrir þvott getur komið í veg fyrir að blettir festist.
Þvoið á 40°C eða lægri hita, helst 20-30°C. Blettir festast frekar ef þvegið er á miklum hita og hitinn getur eyðilagt bindin
Forðist mýkingarefni
Ekki nota klór.
Þurrkið á lágum hita í þurrkara eða á snúru.
Hengið upp til þerris og ef móta þarf bindin er best að gera það meðan þau eru enn rök.
Byrjendapakkinn er til í bleiku minky með drekaflugu og fuglamynstri og hvítu bambusfrotté yfirlagi.
Reviews
There are no reviews yet.