Stærðir Baby K’tan

Þegar velja á stærð á Baby K’tan sjali er notuð stærðarreiknivélin hér að neðan. Veljið kjóla- eða bolastærð ykkar fyrir meðgöngu (en jakkastærð fyrir karlmenn). Ef þið hafið grennst mikið síðan fyrir meðgöngu skulið þið nota þá stærð sem þið notið núna. Hægt er að breyta yfir í evrópskar og breskar stærðir og metrakerfið. Ýtið síðan á bláa takkann til að fá út stærð ykkar.  Baby K’tan stærðin er ákvörðuð út frá stærð foreldris eða þeirrar manneskju sem mun bera barnið, stærð og þyngd barnsins er ekki áhrifavaldur í stærðarvali.

Stærðarreiknivél

Ef þú ert á milli stærða, veist ekki alveg hvort þú átt t.d. að velja medium eða large skaltu ávallt velja minni stærðina. Við viljum að sjalið liggji frekar þéttar að líkamanum heldur en að það sé laust á þér svo það haldi vel við barnið.

Valdi ég rétta stærð?

Baby K’tan á að liggja þétt að líkamanum til að það geti teygst og það mun líklega vera þrengra en þú býst við til að byrja með. Hinsvegar þarf það ekki að þýða að sjalið sé of lítið.

  • Þegar þú mátar Baby K’tan burðarsjalið (án barnsins) ætti neðsti hluti sjalsins að vera rétt neðan við brjóst þitt og ofan við nafla. Þegar þú setur barnið í sjalið getur neðsti hluti sjalsins verið við nafla eða mitti, en ætti ekki að vera neðar en mjaðmir þínar.
  • Ef þú berð barnið í sjalinu og neðsti hluti sjalsins er við mjaðmir þínar eða neðar, veldu þá minni stærð. Ef neðsti hluti sjalsins er við brjóst þitt, veldu þá stærri stærð.
  • Ef þú berð barnið í sjalinu og þér finnst sjalið of laust (þ.e. barnið virðist ekki öruggt, fótleggir barnsins sveiflast utan í það þegar þú gengur eða sjalið rennur auðveldlega af öxlum þínum), veldu minni stærð.
  • Stærð Baby K’tan burðarsjalsins er ekki miðuð við aldur eða þyngd barnsins þíns. Krossteygjanleiki bómullarefnisins og mismunandi burðarstellingar gera það að verkum að sjalið stækkar með barninu þínu. Þú ættir því ekki að þurfa stærri stærð þegar barnið þitt stækkar og þroskast (upp í 16 kg).

Baby K’tan burðarsjöl eru gerð úr 100% náttúrulega bómullarefni. Burðarsjalið ætti að passa þétt og örugglega að þér og barninu þínu. Svo sjalið passi sem best fyrir notkun, þvoið og þurrkið í þurrkara– sjalið mun falla þéttar að líkamanum eftir þvott og þurrkun. Ef þú hefur ekki áður notað burðarsjöl, gætirðu haldið að sjalið sé of þröngt en sjalið liggur þétt að þér til að halda örugglega á barninu þínu og fyrir góðan bakstuðning. Bómullarefnið í Baby K’tan sjalinu teygist aðeins til að laga sig að þér og barninu þínu.

Það er mikilvægt fyrir okkur að Baby K’tan sjalið þig sé í bestu stærðinni fyrir þig svo þér og barninu þínu líði vel og þið séuð örugg. Þess vegna er lítið mál að skipta um stærð ef þið hafið keypt stærð sem hentar ykkur ekki samkvæmt skilareglum okkar.

Ef þið hafið fleiri spurningar endilega hafið samband.