Description
Caya Diaphragm Gel – sæðisdrepandi gel er notað er ásamt Caya hettunni til að koma í veg fyrir getnað. Gelið hindrar sæðisfrumur í að ná til legs en einnig breytir það pH gildi í kringum leghálsinn og hefur þannig neikvæð áhrif á sæði. Um 4 ml af geli eru settir innan í Caya hettuna áður en henni er komið fyrir. Caya Diaphragm gel er sambærilegt Contragel green sem hefur verið í notkun síðan árið 1972 en pakkningin inniheldur einnig innsetningarhylki til notkunar þegar bæta þarf á gelið í leggöngum.
Virkni hettunnar sem getnaðarvarnar byggir á að nota einnig sæðisdrepandi krem eða gel. Án gelsins er hettan ekki eins örugg. Um 4 ml skammtur af geli er borinn innan á Caya hettuna. Einnig getur verið gott að setja smávegis af geli á kant hettunnar til að auðvelda uppsetningu hennar. Þegar hettan er komin á sinn stað þarf að tryggja að hún hylji leghálsinn alveg og að gelið liggi upp við hann. Þannig er lokað á leghálsinn á tvenna vegu, annars vegar lokar Caya hettan sjálf og hinsvegar lokar Caya Diaphragm sæðisdrepandi gelið fyrir hann. Áhrif gelsins á sýrustig leghálsins veitir einnig vörn gegn getnaði en er ekki eins stór hluti ferlisins.
Ath. Caya Diaphragm gel veitir ekki vörn gegn kynsjúkdómum.
Innihald:
- Vatn
- Mjólkursýra
- Natríumlaktat
- Metýlsellulósi
- Sorbínsýra