Tímapöntun í brjóstagjafaráðgjöf

Brjóstagjafaráðgjöf án aðkomu Sjúkratrygginga Íslands. Bókið hér fyrir neðan í gegnum Noona appið.

Júlíana Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og brjóstagjafaráðgjafi IBCLC

Lucina er staðsett í Lífsgæðasetri St.Jó í Hafnarfirði, Suðurgötu 41, 2. hæð.

Tíminn kostar 15000 krónur. Innifalið í því er klukkutími af brjóstagjafaráðgjöf, barnið er skoðað og ráðgjöfin mótuð eftir því hvað hentar foreldri og barni. Einnig færðu sendan tölvupóst með því plani og leiðbeiningum sem rætt var um í tímanum svo þú getir alltaf farið til baka og skoðað. Eftir tímann geturðu alltaf haft samband með spurningar og til að fá áframhaldandi leiðbeiningar. Ef þið þurfið fleiri en einn tíma er það skoðað eftir þann fyrsta.

Einnig er veitt ráðgjöf um annarskonar fæðugjöf, t.d. pelagjöf en einnig hvernig má byrja á að kynna börn fyrir fastri fæðu.