Um Lucinu

Nafn síðunnar, Lucina, kemur frá rómverskri gyðju fæðinga. Lucina þýðir sú sem færir barnið inn í ljósið. Ekki ósvipað ljósmæðrunum okkar.

Ég heiti Júlíana Magnúsdóttir og er hjúkrunarfræðingur og IBCLC brjóstagjafaráðgjafi. Ég hef alltaf haft áhuga á öllu tengdu getnaði, meðgöngu, fæðingu og fyrstu árum barns og fjölskyldunnar. Ég útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 2008 og sem brjóstagjafaráðgjafi árið 2017. Lokaverkefni mitt í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands tengdist meðgöngu og hvernig hjálpa mætti konum að hætta að reykja þegar von væri á barni. Sem hjúkrunarnemi vann ég á barnadeild með námi og eftir útskrift á vökudeild Barnaspítalans. Ég hef tekið doulunám hjá DONA International, alþjóðlegum doulusamtökum og námskeið í getnaðarvörnum hjá UCSF, University of California San Francisco. Einnig er ég HypnoBirthing leiðbeinandi, hef sótt námskeið og fyrirlestra hjá Inu May Gaskin og Penny Simkin, þar á meðal námskeið um hvernig styðja megi sem best við konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ég er stöðugt að leita mér þekkingar og finnst afar mikilvægt að konur hafi val og stuðning, hvort sem það er við val á getnaðarvörnum eða að reyna við getnað, á meðgöngu, í fæðingu og eftir hana.

Hægt er að hafa samband við lucina@lucina.is eða í síma 6988178

Lucina er staðsett í Lífsgæðasetri St.Jó, Suðurgötu 41, Hafnarfirði