Description
Sylk náttúrulegt sleipiefni er unnið úr kiwi-plöntunni. Sylk sleipiefnið er notað við þurrki í leggöngum og til að ná betri örvun. Sylk hentar til notkunar við flest tækifæri en sérstaklega er mælt með notkun á meðan á brjóstagjöf stendur, við tíðarhvörf og á streitutímum. Einnig er hægt að nota Sylk til að setja upp tíðartappa, hitamæla o.fl.
Sylk er framleitt úr náttúrulegum innihaldsefnum, þar á meðal einstöku plöntuþykkni úr kiwiplöntunni. Plöntuþykkni kiwiplöntunnar líkir eftir eðlilegu sýrustigi legganganna og er áferð þyknisins mjög lík náttúrulegri framleiðslu legganganna.
Óhætt er að nota Sylk sleipiefnið með latex smokkum og hlutum úr silíkoni eins og Caya hettunni. Hentar því einnig til notkunar með kynlífshjálpartækjum.
pH gildi er 4,7
Inniheldur engin paraben
Laust við hormóna
Öruggt fyrir fólk með ofnæmi fyrir kiwi ávextinum þar sem sleipiefnið er unnið úr kiwi plöntunni sjálfri.
Ath. ekki er mælt með notkun Sylk við egglos þegar ætlunin er reyna við getnað. Önnur sleipiefni eru til fyrir þau tímabil.
Innihald:
- Vatn
- Fjölsykrur úr kiwiplöntunni
- Grænmetis glýserín
- Þykkni úr greipávexti
- Natríumsítrat
- Xantamgúmmí
- Sítrónusýra
- Kalíumsorbat